Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 01. mars 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
Gabriel Jesus æfði með Arsenal - Stutt í endurkomuna
Sóknarmaðurinn Gabriel Jesus er á batavegi og það styttist í endurkomu hans. Jesus er mættur aftur til æfinga með liðsfélögum sínum og var myndaður á æfingu í gær.

Jesus varð fyrir meiðslum með Brasilíu á HM og hefur Eddie Nketiah fyllt hans skarð hjá Arsenal síðan og staðið sig með prýði.

Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir Jesus en er farinn af æfa með Arsenal að nýju. Hann æfði með bros á vör í gær og segir Mirror að hann hafi bæði hlaupið og tekið æfingu með bolta.

Engin dagsetning er gefin út um það hvenær von er á Jesus til baka á keppnisvöllinn en það er alveg ljóst að hann verður ekki með í kvöld þegar Arsenal mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal trónir á toppi ensku deildarinnar en Everton er í fallsæti og berst fyrir lífi sínu í deild þeirra bestu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner