Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. mars 2023 10:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Just Fontaine er látinn
Just Fontaine.
Just Fontaine.
Mynd: Getty Images
Just Fontaine, sem á metið yfir flest mörk á einu stöku heimsmeistaramóti karla, er látinn. Hann var 89 ára gamall þegar hann lést.

Fontaine fæddist í Marokkó en spilaði fyrir franska landsliðið. Hann skoraði 13 mörk í sex leikjum á HM í Svíþjóð árið 1958. Það er met yfir flest mörk á einu HM, en það met stendur enn í dag.

Fontaine skoraði alls 30 mörk í 21 A-landsleik með Frakklandi.

Hann spilaði með USM Casablanca, Nice og Reims á sínum félagsliðaferli en þurfti að leggja skóna á hilluna snemma út af meiðslum.

Eftir að ferlinum lauk sneri Fontaine sér að þjálfun en hann stýrði franska landsliðinu, Luchon, Paris Saint-Germain, Toulouse og landsliði Marokkó.

Hvíl í friði, Just Fontaine.
Athugasemdir
banner
banner