Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. mars 2023 23:28
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: KR vann Grindavík - Óskar Örn skoraði gegn gömlu félögunum
Aron Þórður Albertsson skoraði fjórða mark KR-inga
Aron Þórður Albertsson skoraði fjórða mark KR-inga
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
KR 4 - 2 Grindavík
1-0 Luke Morgan Conrad Rae ('5 )
1-1 Óskar Örn Hauksson ('32 )
2-1 Kristján Flóki Finnbogason ('36 )
2-2 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('47 )
3-2 Aron Kristófer Lárusson ('57 )
4-2 Aron Þórður Albertsson ('61 )

KR-ingar eru komnir í efsta sæti í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins eftir 4-2 sigur á Grindavík á KR-velli.

Luka Rae, sem kom til KR frá Gróttu eftir síðasta tímabil, kom heimamönnum í forystu á 5. mínútu leiksins. Óskar Örn Hauksson jafnaði metin gegn sínum gömlu félögum á 32. mínútu en Kristján Flóki Finnbogason svaraði fjórum mínútum síðar.

Aftur jöfnuðu Grindvíkingar. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði í upphafí síðari hálfleiks áður en Aron Kristófer Lárusson og Aron Þórður Albertsson gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á fjórum mínútum.

Lokatölur á KR-velli, 4-2, KR í vil. Liðið er í efsta sæti í riðli 1 með 9 stig eins og Valur, en með betri markatölu. Grindavík er án stiga í næst neðsta sætinu.

Byrjunarlið KR: Aron Snær Friðriksson (M), Jóhannes Kristinn Bjarnason, Jakob Franz Pálsson, Finnur Tómas Pálmason, Olav Öby, Kristján Flóki Finnbogason, Kennie Chopart, Ægir Jarl Jónasson, Aron Kristófer Lárusson, Luke Rae, Atli Sigurjónsson.

Byrjunarlið Grindavík: Aron Dagur Birnuson (M), Viktor Guðberg Hauksson, Kristófer Konráðsson, Einar Karl Ingvarsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Freyr Jónsson, Marko Vardic, Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, Óskar Örn Hauksson, Sigurjón Rúnarsson, Bjarki Aðalsteinsson.
Athugasemdir
banner
banner