banner
   mið 01. mars 2023 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lögmaður Hakimi tjáir sig - Búist við honum á æfingu í dag
Achraf Hakimi.
Achraf Hakimi.
Mynd: Getty Images
Lögmaður Achraf Hakimi hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfarið á því að fótboltamaðurinn var ásakaður um nauðgun.

Hakimi er 24 ára gamall og var lykilmaður í liði Inter áður en hann gekk til liðs við Paris Saint-Germain, þar sem hann hefur spilað yfir 70 leiki á tæplega tveimur árum.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Hakimi væri ásakaður um nauðgun og franska lögreglan væri með málið til rannsóknar. Meint atvik átti sér stað núna á laugardagskvöldið 25. febrúar á heimili Hakimi.

Hakimi er giftur og með tvö börn en fjölskyldan var á ferðalagi í Dúbaí yfir helgina meðan Hakimi var eftir heima. Hann neitar öllum ásökunum.

„Þessar ásakanir eru ekki á rökum reistar. Hann er rólegur," segir Fanny Colin, lögmaður Hakimi.

PSG stendur með Hakimi en það er búist við því að hann muni mæta á æfingu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner