Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 01. mars 2023 11:00
Elvar Geir Magnússon
Nefna sjö leikmenn sem Man Utd gæti selt í sumar
Óvissa er varðandi eignarhald Manchester United á næsta tímabili en sú saga verður háværari að félagið gæti verið áfram í eigu Glazer fjölskyldunnar.

Ef Erik ten Hag ætlar að styrkja hóp sinn næsta sumar gæti hann þurft að selja og Mirror skoðaði hvaða leikmenn gætu verið til sölu.

Blaðið nefnir þar sjö leikmenn en þar á meðal er fyrirliðinn Harry Maguire sem hefur verið notaður sem varaskeifa undir Ten Hag.

Tveir enskir bakverðir eru nefndir; Aaron Wan-Bissaka og Brandon Williams. Þá hefur Brasilíumaðurinn Alex Telles færst aftar í goggunarröðina.

Wan-Bissaka hefur reyndar náð að vinna sig inn í myndina hjá Ten Hag á nýjan leik.

Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek hefur átt erfitt uppdráttar á Old Trafford og franski sóknarmaðurinn Anthony Martial gengur erfiðlega að finna stöðugleika og er mikið á meiðslalistanum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner