
Grindvíkingurinn Nemanja Latinovic, sem spilað hefur í Grindavík allan sinn feril, verður ekki með liðinu í sumar samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Hann er fjölhæfur miðjumaður sem getur einnig spilað sem bakvörður.
Hann er fjölhæfur miðjumaður sem getur einnig spilað sem bakvörður.
Nemo, eins og hann er oftast kallaður, er 27 ára gamall og á að baki 57 deildarleiki með Grindavík og hefur í þeim skorað eitt mark. Hann var fyrri hluta tímabilsins 2019 á láni hjá GG, venslafélagi Grindavíkur, og skoraði þá fimm mörk í tíu leikjum í 4. deild.
Á síðasta tímabili lék hann fimmtán leiki í Lengjudeildinni þegar Grindavík endaði í 6. sæti deildarinnar. Samningur hans við félagið rann út eftir tímabilið.
Komnir
Alexander Veigar Þórarinsson frá GG
Bjarki Aðalsteinsson frá Leikni
Dagur Austmann Hilmarsson frá Leikni
Dagur Traustason á láni frá FH
Einar Karl Ingvarsson frá Stjörnunni
Kristófer Konráðsson frá Stjörnunni (var á láni hjá Leikni)
Marko Vardic frá Slóveníu
Martin Montipo frá Vestra
Óskar Örn Hauksson frá Stjörnunni
Tómas Orri Róbertsson frá Breiðabliki (lán)
Farnir
Aron Jóhannsson í Fram
Hilmar Andrew McShane í Gróttu
Josip Zeba
Juan Martinez
Kairo Edwards John
Kenan Turudija
Kristófer Páll Viðarsson í Reyni S. (á láni)
Luka Sapina í Reyni S. (á láni)
Nemanja Latinovic
Vladimir Dimitrovski
Athugasemdir