mið 01. mars 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nemo ekki með Grindavík í sumar
Lengjudeildin
Í leik með Grindavík í fyrra.
Í leik með Grindavík í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindvíkingurinn Nemanja Latinovic, sem spilað hefur í Grindavík allan sinn feril, verður ekki með liðinu í sumar samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Hann er fjölhæfur miðjumaður sem getur einnig spilað sem bakvörður.

Nemo, eins og hann er oftast kallaður, er 27 ára gamall og á að baki 57 deildarleiki með Grindavík og hefur í þeim skorað eitt mark. Hann var fyrri hluta tímabilsins 2019 á láni hjá GG, venslafélagi Grindavíkur, og skoraði þá fimm mörk í tíu leikjum í 4. deild.

Á síðasta tímabili lék hann fimmtán leiki í Lengjudeildinni þegar Grindavík endaði í 6. sæti deildarinnar. Samningur hans við félagið rann út eftir tímabilið.

Komnir
Alexander Veigar Þórarinsson frá GG
Bjarki Aðalsteinsson frá Leikni
Dagur Austmann Hilmarsson frá Leikni
Dagur Traustason á láni frá FH
Einar Karl Ingvarsson frá Stjörnunni
Kristófer Konráðsson frá Stjörnunni (var á láni hjá Leikni)
Marko Vardic frá Slóveníu
Martin Montipo frá Vestra
Óskar Örn Hauksson frá Stjörnunni
Tómas Orri Róbertsson frá Breiðabliki (lán)

Farnir
Aron Jóhannsson í Fram
Hilmar Andrew McShane í Gróttu
Josip Zeba
Juan Martinez
Kairo Edwards John
Kenan Turudija
Kristófer Páll Viðarsson í Reyni S. (á láni)
Luka Sapina í Reyni S. (á láni)
Nemanja Latinovic
Vladimir Dimitrovski
Athugasemdir
banner
banner