Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. mars 2023 08:50
Elvar Geir Magnússon
Osimhen, Kudus og De Jong á blaði Man Utd
Powerade
Mohammed Kudus er orðaður við Manchester United.
Mohammed Kudus er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
De Zerbi hefur verið að gera góða hluti hjá Brighton.
De Zerbi hefur verið að gera góða hluti hjá Brighton.
Mynd: EPA
Vitor Roque.
Vitor Roque.
Mynd: Getty Images
Alexis Mac Allister orðaður við Liverpool.
Alexis Mac Allister orðaður við Liverpool.
Mynd: EPA
Abdoulaye Doucoure.
Abdoulaye Doucoure.
Mynd: Getty Images
Það kennir ýmissa grasa í áhugaverðum slúðurpakka í dag. Osimhen, Kudus, De Jong, Kovacic, Chilwell, Keita, Söyuncu og Mitrovic eru meðal nafna í pakkanum.

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, vill gera að minnsta kosti tvö stór kaup í sumar. Nígeríski sóknarmaðurinn Victor Osimhen (24) hjá Napoli og ganverski sóknarmiðjumaðurinn Mohammed Kudus (22) hjá Ajax eru meðal þeirra sem eru á óskalistanum. (Manchester Evening News)

Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong (25) hjá Barcelona er enn á óskalista Manchester United fyrir sumarið. (Sport)

Yfirtaka á Manchester United gæti dregist á langinn en núverandi eigendur, Glazer bræðurnir, vilja 6 milljarða punda fyrir félagið. (Guardian)

Chelsea hefur áhuga á að skipta Graham Potter út fyrir Roberto de Zerbi. Ítalinn De Zerbi tók við Brighton þegar Englendingurinn Potter var ráðinn til Chelsea í september. (Football Insider)

Manchester City íhugar að gera tilboð í króatíska miðjumanninn Mateo Kovacic (28) í sumar. Kovacic á þá eitt ár eftir af samningi sínum. (Telegraph)

Enski vinstri bakvörðurinn Ben Chilwell (26) hjá Chelsea er annar leikmaður sem Manchester City hefur áhuga á að fá fyrir næsta tímabil. (Football Insider)

Brasilíski framherjinn Vitor Roque (18) hjá Athletico Paranaense segist tilbúinn að ganga í raðir Barcelona. Táningurinn hefur verið orðaður við Arsenal. (Sport)

RB Leipzig, fyrrum félag Naby Keita (28), hefur áhuga á að fá Gíneumanninn aftur þegar samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Borussia Dortmund hefur einnig áhuga. (Bild)

Napoli hyggst fæla frá áhuga á georgíska vængmanninum Khvicha Kvaratskhelia (22) með því að tvöfalda laun hans og framlengja samning til 2028. (Gazzetta dello Sport)

Leicester verður án belgíska miðjumannsins Youri Tielemans (25) í sex vikur vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut gegn Arsenal. (BBC)

Atletico Madrid hefur gert munnlegt samkomulag við tyrkneska varnarmanninn Caglar Söyuncu (26) sem fer til félagsins á frjálsri sölu þegar samningur hans við Leicester rennur út eftir tímabilið. (90min)

Atletico Madrid hefur einnig verið í viðræðum um spænska vængmanninn Adama Traore (27) en samningur hans við Wolves rennur út í sumar. (90min)

Úlfarnir fylgjast með gangi mála hjá brasilíska miðjumanninum Vinicius Souza (23) sem er hjá Espanyol á láni frá Lommel í Belgíu. (Mundo Deportivo)

Faðir og umboðsmaður Alexis Mac Allister (24) var gestur á leik Liverpool á dögunum. Félagið hefur áhuga á að fá argentínska miðjumanninn frá Brighton. Liverpool vill einnig fá Mason Mount (24) frá Chelsea og Jude Bellingham (19) frá Dortmund. (Football Transfers)

Króatíski varnarmaðurinn Josko Gvardiol (21) hjá RB Leipzig er ásamt Bellingham efstur á óskalista Real Madrid fyrir sumarið. (Sport)

N'Golo Kante (31) átti möguleika á því að yfirgefa Chelsea á frjálsri sölu í sumar en franski miðjumaðurinn vill vera áfram á Stamford Bridge og er nálægt því að samþykkja nýjan samning. (Fabrizio Romano)

Skoski vinstri bakvörðurinn Kieran Tierney (25) er opinn fyrir því að fara til Newcastle í sumar ef hann heldur áfram að vera utan liðsins hjá Arsenal. (Chronicle)

Sean Dyche stjóri Everton er opinn fyrir því að nýta sér ákvæði í samningi miðjumannsins Abdoulaye Doucoure (30) og framlengja samning hans um tólf mánuði í sumar, ef Malímaðurinn heldur áfram að spila vel. (Mail)

Aston Villa og Nottingham Forest eru að fylgjast með Jacob Greaves (22), varnarmanni Hull City, en Brentford hefur einnig áhuga á Englendingnum. (Mail)

Skoski varnarmaðurinn Max Johnston (19) er tilbúinn að yfirgefa Motherwell á frjálsri sölu eftir tímabilið. Sheffield United og Bologna hafa áhuga. (Nicolo Schira)

Hull City er nálægt því að kaupa enska miðjumanninn Xavier Simons (20) frá Chelsea en hann er hjá félaginu á láni. (Fabrizio Romano)

Radamel Falcao (37) fyrrum sóknarmaður Chelsea og Manchester United er samningsbundinn Rayo Vallecano til sumars en Kólumbíumaðurinn er að íhuga samningstilboð frá malasísku meisturunum Johor Darul Ta'zim. (Marca)

Jeff Vetere njósnari Tottenham hefur verið látinn fara frá félaginu eftir að hann opinberaði í sjónvarpsviðtali í Kólumbíu að Spurs hefði áhuga á kólumbíska markverðinum Kevin Mier (22) hjá Nacional. (Mail)

Chelsea íhuga að gera tilboð í serbneska sóknarmanninn Aleksandar Mitrovic (28) hjá Fulham í sumar. (Todofichajes)
Athugasemdir
banner
banner