Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. mars 2023 21:11
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Daníels orðlaus eftir neyðarlegt tap í bikarnum - „Drulluðum upp á bak"
Daníel Leó Grétarsson
Daníel Leó Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Daníel Leó Grétarsson og félagar hans í pólska liðinu Slask Wroclaw eru úr leik í bikarnum eftir neyðarlegt 3-0 tap fyrir C-deildarliði KKS Kalisz.

Daníel Leó var allan tímann í vörn Slask í leiknum í þessu neyðarlega tapi.

Liðið hleypti þremur mörkum á sig í fyrri hálfleik og Kalisz búið að gera út um leikinn. Kalisz spilaði manni færri síðustu tuttugu mínúturnar eða svo en það breytti engu.

Slask reyndi að koma til baka en þó án árangurs og er fer því Kalisz í undanúrslitin.

Ivan Djurdjevic, þjálfari Slask, var svekktur og nánast orðlaus eftir tapið en hann segir liðið hafa skitið í heyið.

„Afsökunarbeiðni er ekki nóg. Það var ekki nóg með að við töpuðum, heldur drulluðum við algjörlega upp á bak. Aldrei áður hef ég séð liðið mitt vera svona skítlélegt,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner