Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 01. mars 2023 09:35
Elvar Geir Magnússon
Tuanzebe byrjaði loks eftir langa fjarveru vegna meiðsla
Evan Ferguson í Brighton og Axel Tuanzebe kljást um boltann.
Evan Ferguson í Brighton og Axel Tuanzebe kljást um boltann.
Mynd: Getty Images
Undanfarið ár hefur verið erfitt fyrir Axel Tuanzebe. Þessi varnarmaður Manchester United meiddist snemma árs 2022 þegar hann var á láni hjá Napoli.

Hann spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik síðan hann meiddist í gær, hann lék 76 mínútur fyrir Stoke í tapi gegn Brighton í FA-bikarnum.

Tuanzebe fór til Stoke í janúar á lánssamningi út tímabilið og Alex Neil, stjóri liðsins, veit að það þarf að fara varlega með þennan 25 ára leikmann.

„Axel er toppleikmaður. Hann hefur æft allan tímann og er í flottu formi. Hann hefur verið frá í fjórtán mánuði og óvíst hver þolmörkin eru fyrir líkama hans núna," segir Neil.

Hann segir ljóst að það þurfi að fara varlega með hann út allt tímabilið. Stoke er í sautjánda sæti í Championship-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner