Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. mars 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Zidane hafi áhuga á þremur störfum
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane.
Mynd: EPA
Franska goðsögnin Zinedine Zidane er alltaf nefndur til sögunnar þegar Manchester United er að leita að nýjum stjóra.

Zidane hefur bara stýrt Real Madrid á sínum stjóraferli en þar gerði hann stórkostlega hluti og tókst honum að vinna Meistaradeildina þrisvar sinnum sem stjóri liðsins.

Zidane er ávallt orðaður við United en Thomas Gravesen, fyrrum liðsfélagi hans hjá Real Madrid, segir að það sé ekki starf sem honum dreymir um.

„Ég talaði við hann í Madríd fyrir tveimur árum og þá sagði hann við mig að það væru þrjú störf sem hann vildi taka að sér. Marseille, Real Madrid og franska landsliðið."

Það pressa á Erik ten Hag, stjóra Man Utd, að ná Meistaradeildarsæti en útlitið er ekki gott hjá United þessa stundina. Liðið mætir nágrönnunum í City í næsta deildarleik sínum á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner