Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 01. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Jón Dagur Þorsteinsson (AGF)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Hrafn Andrason.
Atli Hrafn Andrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Valur Jónsson
Birkir Valur Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Unnar Illugason
Viktor Unnar Illugason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson.
Alex Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson er uppalinn hjá HK en er í dag á mála hjá AGF í dönsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti.net spjallaði við Jón Dag fyrr í vetur en í dag segir hann frá hinni hliðinni sinni.

Sjá einnig:
Jón Dagur: Var orðinn þreyttur á varaliðsboltanum

Fullt nafn: Jón Dagur Þorsteinsson

Gælunafn: Johnny

Aldur: 21 árs

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 15 ára, kom inná gegn Þrótti í Inkasso 2014.

Uppáhalds drykkur: Pepsi Max

Uppáhalds matsölustaður: Five Guys

Hvernig bíl áttu: CLA Benz

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Power

Uppáhalds tónlistarmaður: Herra hnetusmjör

Fyndnasti Íslendingurinn: Gillz

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Smartís, Snickers og jarðaber

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “geturu keypt eina hvítvin í leiðinni” konan

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Breiðablik

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Viktor Unnar í stuði á æfingu, gerðist 1-2 á ári.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Búinn að vera mjög heppinn með þjalfara, en ætla að segja þorvaldur örlygs. Og báðir þjalfarnir mínur í vendsyssel í fyrra. Mike Tulberg og Jens Berthel.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Zeca fyrirliði fck, gríski kante.

Sætasti sigurinn: 4-3 sigur á breiðablik í 4.flokki. Undir 3-2 á 89min. Gísli martin ákvað að gefa okkur sigurmarkið. Góður strákur.

Mestu vonbrigðin: hafa aldrei fengið almennilegan séns hjá fulham. Annað en að fá að hlaupa með þeim á pre seasoninu.

Uppáhalds lið í enska: Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: tek Atla Andrason. Við vorum flottir saman í London og yrðum enþá betri í Aarhus.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Valgeir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi:

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Erna Magg í FH. Lögreglumál hvernig Grétar Snær er með henni.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Guðmundur Andri

Uppáhalds staður á Íslandi: Fagrilundur

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Eftir sigur á moti Norður Írum í U21, þá kom mikill æsingur á milli liða, ekki margir sem vita það en Alex Hauksson byrjaði það allt saman. Hann er ekki svo ljúfur eftir allt saman.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilla vekkjaraklukku.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ensku

Vandræðalegasta augnablik: dettur ekkert í hug.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Birki Val, Atla Andrason og Gísla Martin alvöru stemning.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: þurfti að vera í klukkutimá á dag í einkatímum í ensku fyrsta tímabilið hja Fulham.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Guðmundur Andri: þegar hann sagði mér að hann hefði bara fallið í 4 áföngum á fyrsta árinu í MS. Bjóst við mun verra.

Hverju laugstu síðast: sagðist hafa sofnað kl 11.30 í eitthverju sem við þurfum að skila inn á hverjum degi.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: föst leikatriði og taktík.

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: æfing um hádegi og svo bara slaka á, Playstation og Netflix.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner