Michy Batshuayi viðurkennir að hann finni ekki fyrir trausti hjá Crystal Palace þar sem hann er í láni frá Chelsea.
Batshuayi er landsliðsmaður Belgíu og var hluti af landsliðsverkefni liðsins í undankeppni HM.
Hann finnur fyrir trausti frá Roberto Martinez, landsliðsþjálfara, en ekki frá Roy Hodgson sem er þjálfari Palace.
Batshuayi hefur aðeins byrjað sjö deildarleiki fyrir Palace á þessari leiktíð.
„Það er eins og ferskt loft fyrir mig í landsliðinu því ég upplifi erfiða tíma hjá mínu félagsliði," sagði Batshuayi.
„Þetta eru tvö mismunandi lið. Stjórinn og starfsliðið er ekki það sama og hjá Palace. Ég finn fyrir miklu trausti frá þjálfara Belgíu, eitthvað sem ég fæ ekki hjá Palace."
„Við tölum mikið saman og jafnvel þegar ég er með félagsliðinu. Ég gef 200 prósent í verkefnið til að bregðast honum ekki."
Athugasemdir