Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. apríl 2021 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís finnur ekki fyrir pressu - Skoðar ekki fréttir um sig
Sveindís kom inn í íslenska landsliðið á síðasta ári.
Sveindís kom inn í íslenska landsliðið á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á síðasta ári var mikið umtal um Sveindísi Jane Jónsdóttur vegna þess hve vel hún var að standa sig inn á fótboltavellinum.

Hin 19 ára gamla Sveindís var besti leikmaður Íslandsmótsins er Breiðablik varð Íslandsmeistari. Hún kom jafnframt öflug inn í íslenska landsliðið.

Sveindís er mjög vinsæl hjá íslensku þjóðinni og miklar vonir bundnar við hana fyrir framtíðina.

Hún sjálf fylgist ekki mjög mikið með umtalinu og finnur ekki fyrir mikilli pressu þegar fólk talar um það hversu góð hún er í fótbolta.

„Ég finn svo sem ekki fyrir mikilli pressu nei, en ég reyni líka að skoða ekki þær fréttir sem fjalla um mig," segir Svendís í samtali við Fótbolta.net.

„Það hefur alla vega gengið vel hingað til," segir Sveindís jafnframt en hún er ein efnilegasta fótboltakona landsins. Hún spilar núna með Kristianstad í Svíþjóð á láni frá þýska stórliðinu Wolfsburg.

Hægt er að lesa viðtal við Sveindísi með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner