Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   lau 01. apríl 2023 20:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
Skoraði í dag og fer svo út með U19 - „Ég vona að við tökum þetta"
Kvenaboltinn
Snædís María Jörundsdóttir.
Snædís María Jörundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geggjað að ná að vinna þetta mót. Við lentum í öðru sæti í fyrra og það er geggjað að taka þetta í ár," sagði Snædís María Jörundsdóttir, sóknarmaður Stjörnunnar, eftir sigur á Þór/KA í úrslitaleik Lengjubikarsins.

Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Stjarnan hafði betur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 7 -  6 Þór/KA

Snædís María, sem er fædd árið 2004, var á skotskónum í leiknum en hún jafnaði metin fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik.

„Ég var ánægð að skora, þetta er alltaf gaman að setja boltann í markið. Ég einhvern veginn næ að vinna boltann í pressunni og svo var ég ein á móti markverði. Þá set ég hann bara í hornið."

Snædís er núna á mánudaginn á leið með U19 landsliðinu til Danmerkur. Þar taka stelpurnar þátt í milliriðli um að komast inn á lokakeppni Evrópumótsins. U19 landslið karla endaði á toppnum í sínum milliriðli fyrr í þessari viku og tekur þátt í lokakeppni í sumar.

„Ég er mjög spennt. Við erum að fara að keppa á móti hörkuliðum. Það er alltaf erfitt að mæta þessum liðum, en ég vona að við tökum þetta eins og strákarnir gerðu í vikunni."

U19 landslið kvenna komst síðast í lokakeppni EM árið 2009.

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Snædísí í heild sinni en þar ræðir hún til að mynda um lánsdvöl sína hjá Keflavík á síðustu leiktíð.
Athugasemdir