Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   lau 01. apríl 2023 20:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
Skoraði í dag og fer svo út með U19 - „Ég vona að við tökum þetta"
Kvenaboltinn
Snædís María Jörundsdóttir.
Snædís María Jörundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geggjað að ná að vinna þetta mót. Við lentum í öðru sæti í fyrra og það er geggjað að taka þetta í ár," sagði Snædís María Jörundsdóttir, sóknarmaður Stjörnunnar, eftir sigur á Þór/KA í úrslitaleik Lengjubikarsins.

Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Stjarnan hafði betur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 7 -  6 Þór/KA

Snædís María, sem er fædd árið 2004, var á skotskónum í leiknum en hún jafnaði metin fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik.

„Ég var ánægð að skora, þetta er alltaf gaman að setja boltann í markið. Ég einhvern veginn næ að vinna boltann í pressunni og svo var ég ein á móti markverði. Þá set ég hann bara í hornið."

Snædís er núna á mánudaginn á leið með U19 landsliðinu til Danmerkur. Þar taka stelpurnar þátt í milliriðli um að komast inn á lokakeppni Evrópumótsins. U19 landslið karla endaði á toppnum í sínum milliriðli fyrr í þessari viku og tekur þátt í lokakeppni í sumar.

„Ég er mjög spennt. Við erum að fara að keppa á móti hörkuliðum. Það er alltaf erfitt að mæta þessum liðum, en ég vona að við tökum þetta eins og strákarnir gerðu í vikunni."

U19 landslið kvenna komst síðast í lokakeppni EM árið 2009.

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Snædísí í heild sinni en þar ræðir hún til að mynda um lánsdvöl sína hjá Keflavík á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner