Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 01. apríl 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Segja að Amorim sé að íhuga að yfirgefa Sporting í sumar
Ruben Amorim
Ruben Amorim
Mynd: EPA
Portúgalski þjálfarinn Ruben Amorim er alvarlega að íhuga það að yfirgefa Sporting eftir tímabilið en þetta kemur fram í enska blaðinu The Sun.

Eftir að Xabi Alonso tilkynnti að hann ætlar að vera áfram með Bayer Leverkusen er ljóst að Amorim er með efstu mönnum á blaði hjá Liverpool.

Jürgen Klopp hættir eftir tímabilið og er Liverpool búið að setja saman lista af þjálfurum sem koma til greina í starfið.

Amorim hefur gert magnaða hluti með Sporting á fjórum árum sínum þar. Sporting hefur unnið 70 prósent leikja undir hans stjórn og unnið deildina einu sinni.

Þjálfarinn er sagður íhuga að yfirgefa Sporting í sumar þó liðið verði portúgalskur meistari og er hann með það í huga að fara í ensku úrvalsdeildina.

Liverpool er í ágætu sambandi við Raul Costa, umboðsmann Amorim, en hann er einnig umboðsmaður kólumbíska vængmannsins Luis Díaz. Kemur fram að Liverpool hafi reglulega verið í sambandi við Costa vegna Amorim.

Sunday Times greinir frá því að ef Amorim ákveður að fara frá Sporting þá sé félagið reiðubúið að reyna við Anthony Barry, aðstoðarmann Thomas Tuchel hjá Bayern München.
Athugasemdir
banner
banner
banner