banner
   lau 01. maí 2021 15:37
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Chelsea og Fulham: Gilmour og Havertz byrja
Mynd: Getty Images
Þriðji leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er Lundúnarslagur en þá mætast Chelsea og Fulham á Stamford Bridge. Byrjunarliðin eru komin í hús.

Liðin eru á ólíkum stað á töflunni. Chelsea er í fjórða sætinu og er í harðri baráttu um sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð á meðan Fulham situr í fallsæti, sjö stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, gerir fimm breytingar frá sigrinum mikilvæga gegn West Ham í síðasta deildarleik. Antonio Rudiger, Cesar Azpilicueta, Christian Pulisic, N'golo Kante og Jorginho detta allir út úr liðinu. Billy Gilmour og Kai Havertz eru á meðal manna sem koma inn.

Scott Parker, stjóri gestanna, gerir enga breytingu frá 1-1 jafnteflinu gegn Arsenal.

Chelsea: Mendy, Christensen, Silva, Zouma, James, Gilmour, Mount, Chilwell, Ziyech, Werner, Havertz.
(Varamenn: Kepa, Alonso, Jorginho, Kante, Abraham, Pulisic, Hudson, Azpilicueta, Anjorin).

Fulham: Areola; Aina, Andersen, Adarabioyo, Robinson, Decordova-Reid, Lemina, Anguissa, Lookman, Maja, Cavaleiro
(Varamenn: Tete, Hector, Odoi, Mitrovic, Rodak, Ream, Bryan, Onomah, Carvalho). T
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner