Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 01. maí 2021 13:45
Aksentije Milisic
Sverrir Páll og Kristófer Cardoso framlengja við Val
Sverrir í baráttunni í gær.
Sverrir í baráttunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Páll Hjaltested og Kristófer Cardoso hafa báðir framlengt samninga sína við Val. Þessu greindi félagið frá í dag.

Sverrir er tvítugur og lék með Víkingi í yngri flokkunum. Hann gerir tveggja ára samning.

Hann fór til Tromsö árið 2016 en kom til Íslands aftur fyrir tímabilið 2018 og fór þá Í Val. Þá hefur hann einnig spilað fyrir KH og Völsung.

Sverrir hefur verið lengi frá vegna meiðsla en hann sneri aftur á völlinn í gær í 2-0 sigri Vals á ÍA í opnunarleik Pepsi Max deildarinnar. Samningur hans rann út síðasta haust.

Kristófer Cardoso kom við sögu í einum deildarleik hjá Val í fyrra en hann fæddur árið 2002 og er uppalinn hjá félaginu.

Sjá einnig:
Sverrir Páll: Tilfinningin var geggjuð



Athugasemdir
banner