Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 01. júlí 2021 21:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sveinn Elías: Hópurinn á töluvert inni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór og Vestri áttust við á SaltPay vellinum á Akureyri í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Vestri

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Sveinn Elías Jónsson aðstoðarþjálfari Þórs var til viðtals við Fótbolta.net eftir leikinn. Hvað hefur þú að segja eftir þennan leik?

„Þetta var skrítinn leikur, við vorum hrikalega slakir í fyrri hálfleik svo svöruðu menn vel fyrir sig fannst mér í seinni, þá vorum við miklu þéttari og mikið með boltann og óheppnir að ná ekki að klára öll þrjú stigin í lokin."

Hvað hefðuð þið þurft að gera til að ná inn sigur markinu?

„Við sköpuðum færin, það vantar oft bara þessa litlu heppni í viðbót, hún var ekki með okkur í dag en ég held að heilt yfir ef maður horfir á 90. mínútur þá var jafntefli sanngjörn niðurstaða."

Alvaro Montejo var mikill markaskorari fyrir Þór, hann er farinn frá félaginu, ætlið þið að sækja framherja í glugganum?

„Það er í skoðun hjá okkur, við erum með góðan hóp, það getur vel verið að við bætum við okkur."

Á að styrkja aðrar stöður?

„Nei, í sjálfum sér ekki, við höfum frekar verið að losa okkur við leikmenn því að hópurinn er býsna stór. Við höfum verið ánægðir með hann, sérstaklega í síðustu tveimur leikjum. Nýir menn að stíga inn hjá okkur, við eigum ennþá inni þar, ég held að hópurinn eins og hann er núna eigi töluvert inni."
Athugasemdir
banner