Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   fös 01. júlí 2022 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ægir Jarl framlengir við KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ægir Jarl Jónasson er búinn að framlengja samninginn sinn við KR um tvö og hálft ár eða út keppnistímabilið 2024.


Ægir Jarl hefur verið fastamaður í byrjunarliði KR frá komu sinni fyrir þremur árum og býr hann yfir mikilli reynslu þrátt fyrir að vera fæddur 1998.

Ægir Jarl á fimmtán leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og hefur spilað 115 leiki í efstu deild. 

Á þessari leiktíð hefur Ægir spilað 10 af 11 deildarleikjum KR og báða í Mjólkurbikarnum.

Ægir er uppalinn hjá Fjölni og spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki í efstu deild aðeins 17 ára gamall.


Athugasemdir
banner