Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fös 01. júlí 2022 22:06
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Þýðir ekki að mæta á þennan völl og vera svona soft
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög vel. Þeir herjuðu á okkur, þeir herjuðu heldur betur á okkur í byrjun leiks. Fyrstu 20-25 voru þeir gríðarlega sterkir og við vorum heppnir að vera ekki 1-0 undir, við vorum alltof soft á þessum tímapunkti og það kann aldrei góðri lukku að stýra á móti þessu liði. Eftir vítið fannst mér svona við taka yfir og seinni hálfleikurinn var virkilega öflug frammistaða þar sem við sýndum allar okkur bestu hliðar, bæði í varnarleik og sóknarleik." voru fyrstu viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga eftir góðan 3-0 sigur á KR á Meistaravöllum.


Lestu um leikinn: KR 0 -  3 Víkingur R.

KR byrjaði leikinn betur fyrstu 25 mínútur leiksins en síðan komust Víkingar inn í leikinn og komumst yfir þegar Nikolaj Hansen skoraði af vítapunktinum. Seinni hálfleikurinn hjá Víkingum var frábær og var Arnar spurður hvað hann hafi rætt við sína stráka í hálfleik.

„Ég sagði bara við þá á tæri Íslensku, íslenska 101. Það þýðir ekki að mæta á þennan völl og vera svona soft eins og við vorum í fyrri hálfleik. Ákveðnir aðilar áttu inni góða frammistöðu í seinni hálfleik. Pablo var stórkostlegur í seinni hálfleik og fleiri aðilar. Stundum þarf bara að fá spark í rassgatið og það á ekki að þurfa þegar þú mætir á þennan völl og svona mikilvægur leikur undir."

„Stundum fer hausinn á leikmönnum eitthvað allt annað, menn voru komnir aðeins frammúr sér og kannski komnir í sólina í Svíþjóð en það átti eftir að klára þennan leik og við gerðum það með stæl."

Leikurinn í kvöld var mikið stopp og mikið af brotum út á velli og var Arnar Gunnlaugsson spurður út í hvort leikurinn hefði ekki mátt fljóta meira.

„Það er gaman að það sé hiti og læti. Þetta er mjög erfiður leikur fyrir dómara að dæma. Þetta er bara saga á milli þessara liða síðustu tvö-þrjú ár og hélt svo sannarlega áfram í dag. Það var ágætis flæði inn á milli en það voru stórar ákvarðanir sem fengu að sleppa. Mér fannst þetta mjög skemmtilegur leikur þannig séð, það voru gæði í fótboltanum inn á milli en fyrst og fremst var hann skemmtilegur því það var tel tekist á."


Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner