Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   fös 01. júlí 2022 22:06
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Þýðir ekki að mæta á þennan völl og vera svona soft
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög vel. Þeir herjuðu á okkur, þeir herjuðu heldur betur á okkur í byrjun leiks. Fyrstu 20-25 voru þeir gríðarlega sterkir og við vorum heppnir að vera ekki 1-0 undir, við vorum alltof soft á þessum tímapunkti og það kann aldrei góðri lukku að stýra á móti þessu liði. Eftir vítið fannst mér svona við taka yfir og seinni hálfleikurinn var virkilega öflug frammistaða þar sem við sýndum allar okkur bestu hliðar, bæði í varnarleik og sóknarleik." voru fyrstu viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga eftir góðan 3-0 sigur á KR á Meistaravöllum.


Lestu um leikinn: KR 0 -  3 Víkingur R.

KR byrjaði leikinn betur fyrstu 25 mínútur leiksins en síðan komust Víkingar inn í leikinn og komumst yfir þegar Nikolaj Hansen skoraði af vítapunktinum. Seinni hálfleikurinn hjá Víkingum var frábær og var Arnar spurður hvað hann hafi rætt við sína stráka í hálfleik.

„Ég sagði bara við þá á tæri Íslensku, íslenska 101. Það þýðir ekki að mæta á þennan völl og vera svona soft eins og við vorum í fyrri hálfleik. Ákveðnir aðilar áttu inni góða frammistöðu í seinni hálfleik. Pablo var stórkostlegur í seinni hálfleik og fleiri aðilar. Stundum þarf bara að fá spark í rassgatið og það á ekki að þurfa þegar þú mætir á þennan völl og svona mikilvægur leikur undir."

„Stundum fer hausinn á leikmönnum eitthvað allt annað, menn voru komnir aðeins frammúr sér og kannski komnir í sólina í Svíþjóð en það átti eftir að klára þennan leik og við gerðum það með stæl."

Leikurinn í kvöld var mikið stopp og mikið af brotum út á velli og var Arnar Gunnlaugsson spurður út í hvort leikurinn hefði ekki mátt fljóta meira.

„Það er gaman að það sé hiti og læti. Þetta er mjög erfiður leikur fyrir dómara að dæma. Þetta er bara saga á milli þessara liða síðustu tvö-þrjú ár og hélt svo sannarlega áfram í dag. Það var ágætis flæði inn á milli en það voru stórar ákvarðanir sem fengu að sleppa. Mér fannst þetta mjög skemmtilegur leikur þannig séð, það voru gæði í fótboltanum inn á milli en fyrst og fremst var hann skemmtilegur því það var tel tekist á."


Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner