Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér að áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   fös 01. júlí 2022 22:06
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Þýðir ekki að mæta á þennan völl og vera svona soft
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög vel. Þeir herjuðu á okkur, þeir herjuðu heldur betur á okkur í byrjun leiks. Fyrstu 20-25 voru þeir gríðarlega sterkir og við vorum heppnir að vera ekki 1-0 undir, við vorum alltof soft á þessum tímapunkti og það kann aldrei góðri lukku að stýra á móti þessu liði. Eftir vítið fannst mér svona við taka yfir og seinni hálfleikurinn var virkilega öflug frammistaða þar sem við sýndum allar okkur bestu hliðar, bæði í varnarleik og sóknarleik." voru fyrstu viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga eftir góðan 3-0 sigur á KR á Meistaravöllum.


Lestu um leikinn: KR 0 -  3 Víkingur R.

KR byrjaði leikinn betur fyrstu 25 mínútur leiksins en síðan komust Víkingar inn í leikinn og komumst yfir þegar Nikolaj Hansen skoraði af vítapunktinum. Seinni hálfleikurinn hjá Víkingum var frábær og var Arnar spurður hvað hann hafi rætt við sína stráka í hálfleik.

„Ég sagði bara við þá á tæri Íslensku, íslenska 101. Það þýðir ekki að mæta á þennan völl og vera svona soft eins og við vorum í fyrri hálfleik. Ákveðnir aðilar áttu inni góða frammistöðu í seinni hálfleik. Pablo var stórkostlegur í seinni hálfleik og fleiri aðilar. Stundum þarf bara að fá spark í rassgatið og það á ekki að þurfa þegar þú mætir á þennan völl og svona mikilvægur leikur undir."

„Stundum fer hausinn á leikmönnum eitthvað allt annað, menn voru komnir aðeins frammúr sér og kannski komnir í sólina í Svíþjóð en það átti eftir að klára þennan leik og við gerðum það með stæl."

Leikurinn í kvöld var mikið stopp og mikið af brotum út á velli og var Arnar Gunnlaugsson spurður út í hvort leikurinn hefði ekki mátt fljóta meira.

„Það er gaman að það sé hiti og læti. Þetta er mjög erfiður leikur fyrir dómara að dæma. Þetta er bara saga á milli þessara liða síðustu tvö-þrjú ár og hélt svo sannarlega áfram í dag. Það var ágætis flæði inn á milli en það voru stórar ákvarðanir sem fengu að sleppa. Mér fannst þetta mjög skemmtilegur leikur þannig séð, það voru gæði í fótboltanum inn á milli en fyrst og fremst var hann skemmtilegur því það var tel tekist á."


Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner