Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 01. júlí 2024 15:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel Freyr til Fredericia (Staðfest)
Mynd: FC Midtjylland
Mynd: Aðsend
Daníel Freyr Kristjánsson er genginn í raðir danska félagsins FC Fredericia á láni frá Midtjylland út komandi tímabil. Hann fetar með því í fótspor Elíasar Rafns Ólafssonar sem tók þetta sama skref fyrir nokkrum árum síðan.

Daníel er 18 ára vinstri bakvörður sem sagði í viðtali við Fótbolta.net í síðasta mánuði að líklegasta lendingin væri sú að hann myndi spila með Fredericia tímabilið 2024/25.

Hjá Fredericia hittir hann fyrir Jonathan Lindekilde sem er einnig á láni frá Midtjylland, en þeir urðu danskir meistarar með U19 liði Midtylland í vor.

Daníel lék seinni hálfeikinn í æfingaleik með aðalliði Midtjylland á dögunum.

„Við sáum Daníel spila í vor og við erum vissir um að hann passar inn í okkar leikstíl. Daníel getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og kantmaður og með komu hans erum við með góða breidd í þeim stöðum. Við erum spenntir fyrir því að hann verði hluti af FC Fredericia og munum fylgjast með þróun hans á tímabilinu," segir Stig Pedersen sem er yfirmaður íþróttamála hjá Fredericia.

„Daníel er hæfileikaríkur, gáfaður fótboltamaður sem, með sínum frábæra vinstri fæti, leggur upp mörg mörk og getur spilað í nokkrum stöðum. Við höfum áfram trú á honum, en hann þarf að fara og ná sér í reynslu í fullorðinsfótbolta. Hann mun núna gera það í sterkri 1. deild og í góðu umhverfi hjá Fredericia. Félagið hefur góða reynslu af því að taka inn unga fótboltamenn og kenna þeim atvinnumannalífið með mörgum leikjum og æfingum á háu stigi. Við munum spenntir fylgjast með," segir Peter Sand sem er yfirmaður fótboltamála hjá Midtjylland.

Midtjylland varð danskur meistari í vor en Fredericia er í dönsku B-deildinni. Daníel er U21 landsliðsmaður sem verður 19 ára í ágúst.
Athugasemdir
banner
banner