Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   sun 02. júní 2024 15:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Daníel Freyr danskur meistari og stoðsendingahæstur annað árið í röð
Mynd: Aðsend

Daníel Freyr Kristjánsson varð í gær í gær danskur meistari með unglingaliði Midtjylland annað árið í röð.


Daníel hefur leikið virkilega vel með liðinu á tveimur tímabilum með því. Hann skoraði fimm mörk og lagði upp 21 mark í 52 leikjum í deildinni og Meistaradeild unglingaliða.

Daníel hefur verið stórkostlegur með liðinu en hann var einnig í liðinu í fyrra. Hann var stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra og einnig í ár.

Hann er 18 ára gamall en á einn u21 árs landsleik að baki. Þá hefur hann spilað alls 26 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hann var keyptur til Midtjylland frá uppeldsifélagi sínu, Stjörnunni, sumarið 2022. Hann hefur æft með aðalliði Midtjylland og spilað æfingaleiki. Daníel hefur leikið sinn síðasta leik með U19 liði Midtjylland og verður fróðlegt að sjá hvað gerist í framhaldinu. Fær hann sénsa með aðalliðinu eða leitar hann annað í sumar? Daníel er samningsbundinn félaginu en óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér.


Athugasemdir
banner
banner
banner