Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 01. ágúst 2013 19:58
Daníel Freyr Jónsson
1. deild: BÍ/Bolungarvík lagði Grindavík
Ben Everson skoraði þriðja mark BÍ/Bolungarvíkur.
Ben Everson skoraði þriðja mark BÍ/Bolungarvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
BÍ/Bolungarvík lagði Grindavík í miklum toppbaráttuslag sem fram fór fyrir Vestan í kvöld, 3-1.

Dennis Rassmussen Nielsen kom heimamönnum yfir snemma leiks, en Loic Mbang Ondo tvöfaldaði forskotið um miðjan fyrri hálfleik.

Liðin skoruðu síðan sitthvort markið í síðari hálfleik og eru þau jöfn að stigum eftir þessi úrslit. Bæði lið hafa 24 stig í 3. og 4. sætum deildarinnar.

Þá vann Tindastóll öruggan sigur á Þrótti R. á heimavelli, 3-0. Rodrigo Morin, Jorda A Branco og Christopher P Tsonis skoruðu mörkin sem öll litu dagsins ljós í síðari hálfleik.

BÍ/Bolungarvík 3 - 1 Grindavík
1-0 Dennis Rassmussen Nielsen ('12)
2-0 Loic Mbang Ondo ('23)
2-1 Markaskorara vantar ('58)
3-1 Ben Everson ('81)

Tindastóll 3 - 0 Þróttur R.
1-0 Rodrigo Morin ('50)
2-0 Jordan Branco ('65)
3-0 Christopher Tsonis ('83)
Athugasemdir
banner
banner
banner