Orri Sveinn Stefánsson, leikmaður Hugins, var þokkalega ánægður með eitt stig eftir markalausa jafnteflið við Keflavík í kvöld.
Hann viðurkennir að leikurinn hafi ekki verið rosalega skemmtilegur en segir Keflvíkinga vera með gott lið.
Hann viðurkennir að leikurinn hafi ekki verið rosalega skemmtilegur en segir Keflvíkinga vera með gott lið.
Lestu um leikinn: Huginn 0 - 0 Keflavík
„Þetta var ekkert spes leikur en Keflavík er með fínt lið."
„Við fengum færi til að klára þennan leik og þeir líka svo jafntefli er sanngjarnt."
Huginn er enn í fallbaráttu en Orri er kokhraustur upp á framhaldið.
„Ég hef trú á liðinu en við eigum erfiða leiki eftir en við klárum þetta og höldum okkur uppi," sagði Orri.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
























