Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 01. september 2021 08:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bestir í 3. deild: Þrjár þrennur
Ismael Yann Trevor
Ismael Yann Trevor
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leikmaður 18. umferðar í 3. deild karla að mati Ástríðunnar var Ismael Yann Trevor, leikmaður Einherja.

„Þrenna í risastórum leik hjá Einherja," Sagði Óskar Smári

„Þrenna í botnbaráttuslag á móti ÍH og hann virðist vera illviðráðanlegur og menn eiga bara að varast hann. Tvær þrennur í þremur leikjum," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Hann er kominn með 8 mörk í deildinni, fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar eftir 9 leiki," sagði Gylfi Tryggvason.

Þeir krýndu einnig leikmann 16. umferðarinnar en hún var mjög dreyfð. Trevor var þá valinn aftur, hann skoraði aðra þrennu, nú gegn Augnablik.

Leikmaður 19. umferðar í 3. deild karla að mati Ástríðunnar var Manuel Garcia Mariano, leikmaður Höttur/Huginn.

„Hann skoraði þrennu á móti Augnablik í Fagralundi," sagði Sverrir Mar.

„Hann kláraði þennan leik. Ég held að hann hafi fengið þrjú færi, fékk ekki fleiri færi, nýtti þau bara mjög vel."

Bestir í fyrri umferðum:
1. og 2. umferð: Hrannar Bogi Jónsson (Augnablik) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
3. umferð: Stefan Spasic (Höttur/Huginn)
4. umferð: Bjartur Aðalbjörnsson (Einherji)
5. umferð: Breki Barkarson (Augnablik)
6. og 7. umferð. Raul Sanjuan Jorda (Tindastóll) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
8. umferð: Cristofer Rolin (Ægir)
9. umferð: Hafsteinn Gísli Valdimarsson (KFS)
10. umferð: Pape Mamadou Faye (Tindastóll)
11. umferð: Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
12. umferð: Dimitrije Cokic (Ægir)
13. umferð: Jóhann Ólafur Jóhannsson (KFG)
17. umferð: Andri Jónasson (ÍH)
Ástríðan x Óskar Smári - Lítið eftir, mikil spenna
Ástríðan - Stefnir allt í svakalegar lokaumferðir
Athugasemdir
banner
banner