Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. september 2021 09:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frír Mbappe - Van de Beek vildi fara en Martial ekki
Powerade
Mbappe getur farið frítt næsta sumar.
Mbappe getur farið frítt næsta sumar.
Mynd: Getty Images
Donny van de Beek.
Donny van de Beek.
Mynd: EPA
Adama Traore.
Adama Traore.
Mynd: Getty Images
Gluggadagur var í gær, en þrátt fyrir það er auðvitað slúðrað áfram. Það styttist í janúar!



Real Madrid bauð 220 milljónir evra í Kylian Mbappe (22) en PSG svaraði ekki. Real getur núna rætt við Mbappe um samning í janúar; hann verður nefnilega samningslaus næsta sumar. (Goal)

Anthony Martial (25), sóknarmaður Manchester United, hafnaði tækifæri að fara til Lyon í Frakklandi áður en glugginn lokaði. (L'Equipe)

Miðjumaðurinn Donny van de Beek (24) vildi fara frá Man Utd en Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, kom í veg fyrir að hann færi á láni til Everton. (AD)

Atletico Madrid vildi ekki selja bakvörðinn Kieran Trippier (30) fyrir 18 milljónir punda til Manchester United. Því ákvað United ekki að leyfa Diogo Dalot (22) að fara til Borussia Dortmund á láni. (Sport1)

Wolves hafnaði 30 milljón punda tilboði frá Tottenham í kantmanninn Adama Traore (25). Úlfarnir vildu fá 50 milljónir punda en Spurs gerði ekki annað tilboð. (The Athletic)

Wolves reyndi að kaupa varnarmanninn Boubacar Kamara (21) frá Marseille og miðjumanninn Renato Sanches (24) frá Lille í gær en hvorugt gekk eftir. (The Athletic)

West Ham vildi kaupa Jesse Lingard (28) frá Manchester United en félagið var ekki tilbúið að gangast við 25 milljón punda verðmiða United. (Talksport)

Newcastle reyndi að kaupa miðjumanninn Hamza Choudhury (23) frá Leicester en félögin tvö náðu ekki samkomulagi. (Sky Sports)

Rayo Vallecano er að reyna að semja við sóknarmanninn Falcao sem var áður á mála hjá Chelsea og Man Utd. Falcao rifti samningi sínum við Galatasaray í Tyrklandi og er á leið til Spánar. (Marca)

Franska félagið Lyon nældi í þýska miðvörðinn Jerome Boateng (32) á gluggadegi. Félagið á þó enn eftir að staðfesta félagaskiptin. (Kicker)

Miðjumaðurinn Houssem Aouar (23) er áfram leikmaður Lyon þrátt fyrir áhuga frá Arsenal, Tottenham og Real Madrid. (Sky Sport á Ítalíu)

Crystal Palace vonaðist til að kaupa Eddie Nketiah (22) en félaginu tókst ekki að ná persónulegu samkomulagi við sóknarmanninn. Hann verður áfram í herbúðum Arsenal. (Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner