mið 01. september 2021 13:22
Elvar Geir Magnússon
Klara Bjartmarz farin í leyfi frá störfum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, er farin í leyfi frá störfum en frá þessu er greint á Vísi.

Þrátt fyrir áskoranir ÍTF og þrýsting frá samfélaginu um að Klara myndi segja upp eftir harða gagnrýni á það hvernig KSÍ hefur tekið á kynferðisofbeldi landsliðsmanna ákvað hún að sitja áfram.

Guðni Bergsson formaður og öll stjórnin sögðu hinsvegar af sér.

Gísli Gíslason, annar tveggja varaformanna KSÍ, segist í samtali við Vísi ekki ætla að gefa upp ástæðu leyfis Klöru.

„En það undrast kannski engan í ljósi aðstæðan," segir Gísli.

Birkir Sveinsson, sviðsstjóri KSÍ mun taka við skyldum Klöru á meðan hún er í leyfi. Ekki er gefið upp hversu lengi það leyfi mun standa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner