Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. september 2021 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ronaldo: Sir Alex lykillinn að því að ég skrifaði undir hjá Man Utd
Ronaldo og Ferguson.
Ronaldo og Ferguson.
Mynd: Getty Images
„Eins og allir vita, síðan ég skrifaði undir átján ára gamall, hefur Sir Alex Ferguson verið lykillinn," segir Cristiano Ronaldo í viðtali við MUTV. Sir Alex Ferguson er auðvitað fyrrum stjóri United og fékk Ronaldo til félagsins árið 2003.

„Fyrir mér er Sir Alex Ferguson eins og fótbolta faðir minn. Hann hjálpaði mér mikið og kenndi mér marga hluti. Við höfum haldið góðu sambandi, hann er ótrúleg manneskja."

„Mér líkar mjög vel við hann og hann er lykilinn að því að ég er í þeirri stöðu sem ég er í, að ég hafi skrifað undir hjá Manchester United,"
sagði Ronaldo sem samdi við Manchester United í síðustu viku eftir tólf ára fjarveru.

„Ég held þetta sé besta ákvörðun sem ég hef tekið. Þetta er nýr kafli, ég er svo ánægður og glaður. Ég vil skrifa söguna aftur og hjálpa Manchester United að ná frábærum úrslitum, vinna titla."

„Ég er svo ánægður að vera kominn heim eftir tólf ár og ég er mjög spenntur fyrir fyrsta leiknum,"
sagði Ronaldo.
Athugasemdir
banner
banner