
Ísland mætir Hvíta Rússlandi í mikilægum leik í undankeppni HM kvenna á Laugardalsvelli á morgun.
Í dag voru farnir 3300 miðar úr miðasölukerfi KSÍ á leikinn en liðið vonast eftir stuðningi í leiknum. Sigur tryggir að Íslandi dugir jafntefli gegn Hollandi ytra eftir helgi til að komast beint á Heimsmeistaramótið. Takist það ekki þar bíður þeirra umspil í október.
Leiktíminn á leikinn á morgun hefur verið gagnrýndur en hann hefst klukkan 17:30. RÚV hefur sem sjónvarprétthafi mikið að segja þar um. Leiktíminn ræðst á samtali milli RÚV og KSÍ og reynt að mætast á miðri leið með sjónvarpstíma sem hentar og hvenær er best að fá fólk á völlinn.
„Er ekki búið að stytta vinnuvikuna. Það ætti því að vera góður tími fyrir fólk að mæta á völlinn þótt verslanir og annað sé opið eitthvað lengur," sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslands á fréttamannafundi í dag.
„Ég held að leiktíminn hafi ekkert með mætingu að segja en þið verðið bara að skamma RÚV," sagði Þorsteinn ennfremur.
RÚV mun sýna frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands klukkan 20:15 annaðkvöld og því fellur leiktíminn 17:30 betur að dagskrá RÚV.
Smelltu hér til að fara í miðasöluna
Dagskrá RÚV annað kvöld:
17:00 HM stofan
17:20 Ísland - Hvíta Rússland
19:20 HM stofan
19:40 Fréttir
20:05 Veður
20:15 Sinfóníuhljómsveit Íslands
22:30 Big Eyes
00:15 Séra Brown
01:00 Dagskrárlok