Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. september 2022 09:49
Elvar Geir Magnússon
Dolberg til Sevilla (Staðfest)
Kasper Dolberg.
Kasper Dolberg.
Mynd: EPA
Danski landsliðsmaðurinn Kasper Dolberg hefur skipt úr Nice í Frakklandi yfir til spænska liðsins Sevilla. Þessi 24 ára sóknarmaður kemur á lánssamningi en Sevilla er með möguleika á að kaupa hann alfarið.

Dolberg var aðeins sautján ára þegar hann byrjaði að spila með Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni. Ajax keypti leikmanninn.

Hann byrjaði að spila fyrir yngri lið Ajax og var svo tekinn upp í aðalliðið fyrir tímabilið 2016/17 átján ára gamall. Hann skoraði í sínum fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið.

Hann byrjaði í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Manchester United en enska liðið vann 2-0 sigur.

Hann hefur skorað tíu mörk í 35 landsleikjum fyrir Dani og spilaði á HM 2018 og á EM alls staðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner