Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. október 2020 19:56
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deildin: Blikum tókst ekki að sigra gegn KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 1 - 1 KA
0-1 Sveinn Margeir Hauksson ('18)
1-1 Viktor Karl Einarsson ('53)

Breiðablik tók á móti KA í fyrsta leik kvöldsins í Pepsi Max-deild karla og komust gestirnir yfir á átjándu mínútu. Anton Ari Einarsson gerði þá mistök þegar hann tók markspyrnu og sparkaði boltanum í bringuna á Sveini Margeiri Haukssyni, sem nýtti tækifærið og skoraði með frábæru skoti.

Blikar juku sóknarþungann eftir markið og komust nokkrum sinnum nálægt því að skora en fóru inn í leikhlé marki undir.

Viktor Karl Einarsson jafnaði í upphafi síðari háfleiks með föstu skoti og þá lifnuðu Akureyringar aftur til lífs. Þeir áttu skalla í slá en Blikar voru áfram betri og komust nálægt því að gera sigurmarkið, en inn vildi boltinn ekki.

Lokatölur urðu því 1-1 og er Breiðablik búið að jafna Fylki á stigum í þriðja sæti. KA siglir lygnan sjó í áttunda sæti, tólf stigum frá fallsvæðinu.

Sjá textalýsingu

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner