Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
banner
   sun 01. október 2023 22:58
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það eru bara vonbrigði að tapa. Mér fannst bara Valsmennirnir bara sterkari í kvöld og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Eftir að hafa verið flautaðir út úr þessum leik á móti Víking þar sem við spiluðum einum færri á erfiðasta útivelli landsins að þá var bara ekki nóg á tanknum í seinni hálfleik til þess að gera einhverja hluti.“ sagði Heimir Guðjónsson, Þjálfari FH, eftir 4-1 tap á móti sínu gamla félagi.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 FH

Heimir var ekki sáttur með hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist, honum lýst þó vel á framtíðina.

„Valsararnir voru bara betri og við náðum ekki að klukka þá og vorum langt frá mönnunum okkar, einfaldar sendingar voru að klikka og síðan vorum við að tapa boltanum á slæmum stöðum. Eftir erfiðan leik á fimmtudaginn var bara ekki nein innistæða fyrir neinar rósir í seinni hálfleik. En engu að síður var mikil bæting á liðinu. Margir ungir leikmenn hafa tekið stórt stökk og bætt sig. Við þurfum bara að byggja ofan á það og vera betur tilbúnir á næsta ári. Síðan þurfum við bara að klára þennan leik á móti KR með sæmd og sína stolt á heimavelli.“

Heimir segir að FH séu ekki á leiðinni í Evrópu nema þeir fái mesta kraftaverk í sögu íslensks fótbolta.

„Evrópa er búinn fyrir okkur. Það er svo mikill munur á FH og Stjörnunni að ég bara sé það ekki gerast. Nema við fáum eitthvað mesta kraftaverk í sögu íslenks fótbolta.“

Það vakti athygli að FH gerði einungis eina breytingu á liðinu sínu frá tapinu gegn Víkingi R. en eina breytingin var gerð vegna þess að Ástbjörn Þórðarson var í leikbanni.

„Þessir leikmenn hafa staðið sig vel og þessir leikmenn á bekknum eru að koma úr meiðslum fyrir utan kannski einn eða tvö. Jú það er rétt, það er spurning hvort að við hefðum átt að rótera eitthvað. En við mátum stöðuna þannig að við þyrftum ekki að gera það. Við gerðum breytingar í seinni hálfleik en þeir voru bara betri.“

Nánar er rætt við Heimi í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner