Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   þri 01. október 2024 14:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Notaði sama blótsyrðið ítrekað og fær alls fimm leiki í bann
Einnig sektaður um 50 þúsund pund
Rauða spjaldið á loft.
Rauða spjaldið á loft.
Mynd: Getty Images
Jack Stephens, varnarmaður Southampton, hefur fengið tvo leiki til viðbótar í leikbann ofan á þriggja leikja bann sem hann fékk eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Manchester United á dögunum.

Stephens fékk rauða spjaldið fyrir tæklingu á Alejandro Garnacho, kantmanni United. Hann var bálreiður þegar hann fékk spjaldið og lét öllum illum látum eftir það.

The Athletic hefur dóminn undir höndum í honum segir að Stephens hafi kallað fjórða dómarann „andskotans litla tussu (e. cunt)".

Hann sagði það tvisvar við fjórða dómarann og notaði svo sama orð til að lýsa aðaldómaranum, Stuart Attwell.

Stephens fær núna alls fimm leikja bann og 50 þúsund pund í sekt. Það eru um 9,4 milljónir íslenskra króna.

Stephens baðst innilegrar afsökunar og segir að blótsyrðin hafi verið út úr karakter fyrir sig. Hann segist bera ábyrgð sem fyrirliði og þjálfari U16 liðs Southampton en hann er mjög vonsvikinn með sjálfan sig.

Stephens hefur nú þegar misst af leik gegn Everton í deildabikarnum og leikjum gegn Ipswich og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Hann mun núna einnig missa af leikjum við Arsenal og Leicester í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner