Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. nóvember 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Watford skoðar miklar breytingar á merki sínu
Watford er á botni ensku úrvalsdeildarinnar í augnablikinu.
Watford er á botni ensku úrvalsdeildarinnar í augnablikinu.
Mynd: Getty Images
Watford, sem situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar, er að skoða að gera breytingar á merki sínu fyrir næsta tímabil.

Í júlí tilkynnti félagið að það ætlaði að skoða breytingu á merki sínu. 4000 tillögur bárust frá 30 löndum og nú hefur eitt merki verið valið út.

Stuðningsmenn Watford fá síðan að kjósa um það hvort að merkinu verði breytt eða hvort félagið haldi sig við núverandi merki en The Athletic greinir frá í dag.

„Eins og við höfum alltaf sagt þá munum við einungis breyta þessu ef það er það sem meirihluti stuðningsmanna vill," sagði talsmaður Watford.

Hér að neðan má sjá núverandi merki Watford til vinstri og merkið sem gæti tekið við til hægri. Elgur er í núverandi merki en geitungur í nýja merkinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner