Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 01. nóvember 2022 17:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eyþór Wöhler: Fyrst og fremst Óskar Hrafn Þorvalds
Þegar Breiðablik bankar á dyrnar er erfitt að horfa framhjá því
Þegar Breiðablik bankar á dyrnar er erfitt að horfa framhjá því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir heyrðu í umboðsmanni mínum og spurðust fyrir um mig. Ég taldi þetta vera virkilega spennandi tækifæri að fá að spila með besta liði Íslands, var ekki lengi að hugsa mig um og hoppaði raunverulega bara á þetta. Vonandi er það bara heillaskref fyrir mig," sagði Eyþór Aron Wöhler sem í gær var tilkynntur sem nýr leikmaður Breiðabliks.

„Tilfinningin er geggjuð, allt í kringum þennan klúbb er bara geggjað. Ég bíð spenntur eftir því að fá að byrja og láta til mín taka."

Hvað heillar mest við Breiðablik?

„Fyrst og fremst þjálfarinn, Óskar Hrafn Þorvalds. Þegar ég talaði við hann þá var ég strax heillaður. Allt sem maður sér af honum, í viðtölum og öllu því, það er frábært að hlusta á hann. Ég var ekki lengi að hugsa mig um að hoppa yfir í Kópavoginn. Svo heillar leikstíllinn líka, liðið spilar dúndrandi sóknarbolta - skemmtilegan bolta."

Hvað finnst Eyþóri hann þurfa að gera betur í sínum leik?

„Fyrst og fremst ákvarðanatökur á sóknarhelmingi. Það er eitthvað sem Óskar og Dóri geta hjálpað mér að bæta mig í. Líka ákvarðanatökur yfir höfuð, stýra mér aðeins betur og vera ekki að hlaupa eins og hauslaus hæna."

Eyþór segir að Stjarnan og Keflavík hafi einnig sýnt sér áhuga en það hefði ekki farið langt. Í viðtalinu fer Eyþór yfir tímabilið með ÍA. Hann skoraði níu mörk í 25 leikjum en niðurstaða liðsins var fall niður í Lengjudeild.

„Þegar Breiðablik bankar á dyrnar er erfitt að horfa framhjá því. Það skipti ekki máli hvort ÍA hefði verið uppi eða niðri," sagði Eyþór um sína ákvörðun að fara í Breiðablik.

Hann segir að það sé ekki spurning að hann dreymi um að fara út í atvinnumennsku. „Það er alltaf stefnan að fara sem lengst og taka skrefið erlendis. Ég stefni klárlega á það og vonandi næ ég því sem fyrst."

Viðtalið við Eyþór má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner