Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   þri 01. nóvember 2022 17:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eyþór Wöhler: Fyrst og fremst Óskar Hrafn Þorvalds
Þegar Breiðablik bankar á dyrnar er erfitt að horfa framhjá því
Þegar Breiðablik bankar á dyrnar er erfitt að horfa framhjá því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir heyrðu í umboðsmanni mínum og spurðust fyrir um mig. Ég taldi þetta vera virkilega spennandi tækifæri að fá að spila með besta liði Íslands, var ekki lengi að hugsa mig um og hoppaði raunverulega bara á þetta. Vonandi er það bara heillaskref fyrir mig," sagði Eyþór Aron Wöhler sem í gær var tilkynntur sem nýr leikmaður Breiðabliks.

„Tilfinningin er geggjuð, allt í kringum þennan klúbb er bara geggjað. Ég bíð spenntur eftir því að fá að byrja og láta til mín taka."

Hvað heillar mest við Breiðablik?

„Fyrst og fremst þjálfarinn, Óskar Hrafn Þorvalds. Þegar ég talaði við hann þá var ég strax heillaður. Allt sem maður sér af honum, í viðtölum og öllu því, það er frábært að hlusta á hann. Ég var ekki lengi að hugsa mig um að hoppa yfir í Kópavoginn. Svo heillar leikstíllinn líka, liðið spilar dúndrandi sóknarbolta - skemmtilegan bolta."

Hvað finnst Eyþóri hann þurfa að gera betur í sínum leik?

„Fyrst og fremst ákvarðanatökur á sóknarhelmingi. Það er eitthvað sem Óskar og Dóri geta hjálpað mér að bæta mig í. Líka ákvarðanatökur yfir höfuð, stýra mér aðeins betur og vera ekki að hlaupa eins og hauslaus hæna."

Eyþór segir að Stjarnan og Keflavík hafi einnig sýnt sér áhuga en það hefði ekki farið langt. Í viðtalinu fer Eyþór yfir tímabilið með ÍA. Hann skoraði níu mörk í 25 leikjum en niðurstaða liðsins var fall niður í Lengjudeild.

„Þegar Breiðablik bankar á dyrnar er erfitt að horfa framhjá því. Það skipti ekki máli hvort ÍA hefði verið uppi eða niðri," sagði Eyþór um sína ákvörðun að fara í Breiðablik.

Hann segir að það sé ekki spurning að hann dreymi um að fara út í atvinnumennsku. „Það er alltaf stefnan að fara sem lengst og taka skrefið erlendis. Ég stefni klárlega á það og vonandi næ ég því sem fyrst."

Viðtalið við Eyþór má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir