Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   þri 01. nóvember 2022 17:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eyþór Wöhler: Fyrst og fremst Óskar Hrafn Þorvalds
Þegar Breiðablik bankar á dyrnar er erfitt að horfa framhjá því
Þegar Breiðablik bankar á dyrnar er erfitt að horfa framhjá því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir heyrðu í umboðsmanni mínum og spurðust fyrir um mig. Ég taldi þetta vera virkilega spennandi tækifæri að fá að spila með besta liði Íslands, var ekki lengi að hugsa mig um og hoppaði raunverulega bara á þetta. Vonandi er það bara heillaskref fyrir mig," sagði Eyþór Aron Wöhler sem í gær var tilkynntur sem nýr leikmaður Breiðabliks.

„Tilfinningin er geggjuð, allt í kringum þennan klúbb er bara geggjað. Ég bíð spenntur eftir því að fá að byrja og láta til mín taka."

Hvað heillar mest við Breiðablik?

„Fyrst og fremst þjálfarinn, Óskar Hrafn Þorvalds. Þegar ég talaði við hann þá var ég strax heillaður. Allt sem maður sér af honum, í viðtölum og öllu því, það er frábært að hlusta á hann. Ég var ekki lengi að hugsa mig um að hoppa yfir í Kópavoginn. Svo heillar leikstíllinn líka, liðið spilar dúndrandi sóknarbolta - skemmtilegan bolta."

Hvað finnst Eyþóri hann þurfa að gera betur í sínum leik?

„Fyrst og fremst ákvarðanatökur á sóknarhelmingi. Það er eitthvað sem Óskar og Dóri geta hjálpað mér að bæta mig í. Líka ákvarðanatökur yfir höfuð, stýra mér aðeins betur og vera ekki að hlaupa eins og hauslaus hæna."

Eyþór segir að Stjarnan og Keflavík hafi einnig sýnt sér áhuga en það hefði ekki farið langt. Í viðtalinu fer Eyþór yfir tímabilið með ÍA. Hann skoraði níu mörk í 25 leikjum en niðurstaða liðsins var fall niður í Lengjudeild.

„Þegar Breiðablik bankar á dyrnar er erfitt að horfa framhjá því. Það skipti ekki máli hvort ÍA hefði verið uppi eða niðri," sagði Eyþór um sína ákvörðun að fara í Breiðablik.

Hann segir að það sé ekki spurning að hann dreymi um að fara út í atvinnumennsku. „Það er alltaf stefnan að fara sem lengst og taka skrefið erlendis. Ég stefni klárlega á það og vonandi næ ég því sem fyrst."

Viðtalið við Eyþór má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner