Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fös 01. nóvember 2024 12:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ómar Ingi ekki lengi atvinnulaus - Ráðinn til KSÍ
Ómar Ingi Guðmundsson.
Ómar Ingi Guðmundsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ómar Ingi Guðmundsson, fyrrum þjálfari HK, var ekki lengi atvinnulaus en hann hefur verið ráðinn til starfa hjá KSÍ.

Ómar Ingi verður þjálfari U15 landsliðs karla, aðstoðarþjálfari U19 landsliðs karla og verður yfirmaður hæfileikamótunar karla.

„Ómar Ingi (f. 1986), sem er HK-ingur að upplagi, hefur lokið KSÍ A gráðu í þjálfun. Hann tók við þjálfun meistaraflokks karla hjá sínu uppeldisfélagi fyrir keppnistímabilið 2022 þegar liðið lék í Lengudeild og stýrði því í Bestu deildinni árin 2023 og 2024, en hefur nú látið af störfum þar," segir í tilkynningu KSÍ.

„KSÍ býður Ómar Inga velkominn til starfa."

Ómar Ingi sagði upp störfum hjá HK á dögunum en hann hafði starfað þar í fjöldamörg ár og sinnt mörgum störfum; nú síðast var hann aðalþjálfari meistaraflokks karla.

Ómar sagði við Fótbolta.net í gær að hann myndi ekki drífa sig að taka ákvörðun um framtíðina nema ef eitthvað yfirnáttúrulega spennandi myndi koma upp. „Ég geri ekki ráð fyrir að taka ákvörðun strax nema það sé eitthvað sem er ómögulegt að hafna," sagði Ómar sem hefur núna verið ráðinn til KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner