Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. desember 2021 17:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gerrard í baráttu við Man Utd um leikmann Rangers
Mynd: Aston Villa
Staðarmiðillinn Birmingham Live greinir frá því í dag að Steven Gerrard ætli sér að krækja í Leon King sem er leikmaður Rangers.

King er 17 ára og hefur í talsverðan tíma verið talað um hann sem einn af efnilegustu leikmönnunum til að koma upp í skosku úrvalsdeildinni. King lék sinn fyrsta aðalliðsleik seint á síðasta tímabili og eru Manchester United, Newcastle og Leicester City einnig sögð hafa áhuga.

Gerrard tók við Aston Villa fyrr í þessum mánuði og hefur byrjað vel, unnið tvo fyrstu leikina sem stjóri félagsins. Hann var fenginn frá Rangers þar sem hann hafði gert frábæra hluti.

King er varnarmaður og það ætti að hjálpa Gerrard að krækja í hann að hafa gefið honum hans fyrsta tækifæri með aðalliði. King er talinn falur fyrir 200 þúsund pund og á að baki níu leiki fyrir yngri landslið Skota.

Stuðningsmenn Rangers eru ekkert alltof sáttir við Gerrard að hafa yfirgefið félagið fyrir Aston Villa og gæti hann fengið þá ennfrekar upp á móti sér með því að krækja í King frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner