Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fim 01. desember 2022 16:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Upplifði mikil vonbrigði í júní - „Svoleiðis augnablik sem herða mann"
Hlín (til hægri) á landsliðsæfingu í haust.
Hlín (til hægri) á landsliðsæfingu í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Eiríksdóttir kom inn í íslenska landsliðið í september eftir að hafa verið utan hóps í tæpt ár. Hlín glímdi við mikið við meiðsli árið 2021 en var heil heilsu allt tímabilið í ár og raðaði inn mörkum fyrir Piteå í Svíþjóð. Hún var ekki valin í landsliðshópinn sem fór á EM í sumar, var ein af þeim sem var hvað næst því að vera valin í lokahópinn.

Eftir tímabilið samdi hún svo við Íslendingafélagið Kristianstad. Hlín ræddi við Fótbolta.net um landsliðið í viðtali á dögunum.

Annað úr viðtalinu:
Hefði verið mjög erfitt að hafna Betu - „Langar að vinna sænsku deildina"
Uppáhaldsleikurinn á tímabilinu - „Pottþétt áhugi fyrir þessu á Íslandi"

„Það voru mikil vonbrigði að fara ekki á EM. En það er ekki ég sem vel landliðshópinn og ég er komin yfir það núna. Núna er einbeitingin á að vera í næsta hóp."

„Það er auðvitað leiðinlegt, en það eru svoleiðis augnablik sem herða mann. Það ganga allir íþróttamenn í gegnum eitthvað svoleiðis á ferlinum og þetta er ekki það hræðilegasta sem getur gerst - það eru verri hlutir sem geta gerst,"
sagði Hlín.

Hún er 22 ára og á að baki 20 landsleiki og þrjú landsliðsmörk. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér að neðan.
Hefði verið mjög erfitt að hafna Betu - „Langar að vinna sænsku deildina"
Athugasemdir
banner
banner