Vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia hefur ekkert spilað með Manchester United á þessu tímabili.
Malacia hefur verið að glíma við erfið hnémeiðsli en eins og staðan er núna þá kemur hann til með að snúa aftur snemma á næsta ári.
Malacia fór í aðgerð síðasta sumar og hefur hann verið í endurhæfingu síðan þá. Það hefur komið bakslag í meiðslin og þurfti hann að fara í aðra aðgerð í kjölfarið.
Sú aðgerð gekk vel og er Malacia núna áfram í endurhæfingu á æfingasvæði United.
Hinn 24 ára gamli Malacia var keyptur til Man Utd frá Feyenoord síðasta sumar. Hann spilaði 39 keppnisleiki fyrir félagið á síðasta tímabili.
Athugasemdir