Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   sun 01. desember 2024 16:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim: Langt því frá fullkomin frammistaða
Mynd: EPA

Manchester United vann sannfærandi 4-0 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var fyrsti deildarsigur liðsins undir stjórn Ruben Amorim. Portúgalski stjórinn segir að liðið geti bætt sig mikið.


„Þetta var langt því frá fullkomin frammistaða. Við verðum að bæta okkur, maður finnur það í leiknum. Eftir 15 mínútur hafði Everton stjórn á leiknum og það var erefitt fyriri okkur, við töpuðum seinni boltum," sagði Amorim.

„Leikmenn gátu leyst sum vandamál sem við vorum að díla við sem lið því það eru mikil gæði í þeim en þetta var langt því frá fullkomið en góð úrslit í erfiðum leik."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner