Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
   sun 01. desember 2024 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Walker ekki lengur treystandi - „Þetta er það sem er að kosta Man City“
Kyle Walker
Kyle Walker
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Enski hægri bakvörðurinn Kyle Walker átti enn eina slæmu frammistöðuna með Manchester CIty í dag er liðið laut í lægra haldi fyrir Liverpool, 2-0, í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Walker hefur spilað langt undir getu á tímabilinu og verið með slökustu mönnum liðsins til þessa.

Hann gerði mistök í fyrra marki Liverpool er hann elti ekki Cody Gakpo á fjærstöngina sem skoraði eftir sendingu Mohamed Salah.

Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, segir að liðið geti ekki lengur treyst á að hann skili sínu.

„Hann slekkur stundum á sér og það hefur alltaf verið það neikvæða við hann. Hann horfir ekki og slekkur á sér.“

„Þetta hefur vandamál í gegnum allan ferilinn og hefur ekkert með aldur að gera. Hann er að verða smá kvöð fyrir Manchester City,“
sagði Carragher.

Micah Richards var í settinu með Carragher en þessi fyrrum leikmaður Man City ætlast til þess að fá meira frá fyrirliðanum.

„Fyrirliðinn þinn á að vera leiðtogi inn á velli. Hann var að skokka til baka og þetta er það sem er að kosta Man City. Einstaklingsmistök halda áfram að kosta liðið. Það að hann sé bara að stöðugt að horfa á, þegar liðið þarf að fá hann til að stíga upp sem leiðtogi á vellinum. Talið saman og skipuleggið ykkur,“ sagði Richards.

Man City er nú ellefu stigum frá toppnum eftir þrettán umferðir og hefur tapað síðustu fjórum deildarleikjum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner