Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Al Nassr frá Sádí Arabíu þegar félagsskipta glugginn opnaði eftir áramót en hann gerði tveggja og hálfs árs samning við félagið og mun þéna 173 milljónir punda á ári.
Samkvæmt erlendum fjölmiðlum er ákvæði í samningnum hans um að hann megi fara til Newcastle á láni fari svo að enska liðið tryggi sér þátttöku rétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Newcastle hefur verið að spila virkilega vel og situr liðið í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þessa stundina.
Newcastle er í eigu fjárfesta frá Sádí Arabíu.
Athugasemdir