Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. mars 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Halldór Smári: Man bara fyrst eftir mér í sjúkrabílnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég man ekkert eftir atvikinu og man í rauninni heldur ekki eftir að hafa farið inn í hálfleik þarna rétt áður. Man bara fyrst eftir mér í sjúkrabílnum þegar ég var rétt ókominn niður á spítala," sagði Halldór Smári Sigurðsson, varnarmaður Víkings R, við Fótbolta.net í dag en hann var fluttur með sjúkrabíl af velli í 2-0 sigri liðsins gegn Fylki í Lengjubikarnum á föstudaginn.

Halldór Smári og Arnór Gauti Ragnarsson, framherji Fylkis, lentu í samstuði þegar þeir fóru upp í skallabolta og voru báðir fluttir á brott með sjúkrabíl.

Halldór Smári rotaðist og óttast var um líðan hans á tímabilinu en Arnór Gauti slapp betur.

„Ég held að það sé alltaf ákveðið sjokk að sjá einhvern hreyfingarlausan eftir höfuðhögg og því leit þetta kannski ekkert sérstaklega vel út."

Halldór Smári þarf að hvíla á næstunni en ekki er vitað hvenær hann snýr aftur á fótboltavöllinn.

„Þetta er gríðarlega misjafnt skilst mér og maður verður bara að sjá hvernig hausinn tekur í það þegar púlsinn hækkar við áreynslu. Ég byrja á að fara í göngutúr allavega og ef það gengur allt vel þá verð ég mættur fljótt aftur," sagði Halldór Smári.
Athugasemdir
banner
banner
banner