Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 02. mars 2024 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bowen nálægt því að bæta met hjá West Ham
Mynd: EPA

David Moyes stjóri West Ham vill að Jarrod Bowen verði fyrsti leikmaður félagsins til að skora tuttugu mörk yfir eitt tímabil í ensku úrvalsdeildinni.


Bowen hefur verið að spila sem fremsti maður undanfarið eftir að hafa byrjað tímabilið á kantinum. Hann hefur skorað 14 mörk en Paolo Di Canio á metið en hann skoraði 16 mörk í úrvalsdeildinni tímabilið 1999/2000.

„Það væri stórkostlegt ef hann getur skorað 20 mörk. Hann er með eitthvað sem aðrir eru sennilega ekki með, hann veit hvað hann á að gera og hvað hann vill gera," sagði Moyes.

„Hann getur hlaupið frá þér, hann getur skorað með hægri og vinstri. Hann er alltaf að æfa sig að klára færin. Þegar hann var að spila á hægri kanti var hann sennilega ennþá okkar mesti markaskorari."


Athugasemdir
banner
banner
banner