Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. mars 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elvý Rut til Gróttu (Staðfest) - Tvær framlengja
Mynd: Grótta

Elvý Rut Búadóttir er gengin til liðs við Gróttu frá Fjölni en hún gerir tveggja ára samning við félagið.


Hún er fædd árið 1997 og er uppalin í FJölni. Hún hóf meistaraflokksferil sinn árið 2013 og lék 157 leiki fyrir Fjölni. Hún leikur stöðu varnarmanns.

Þá gerðu María Lovísa Jónasdóttir og Jórunn María Bachmann nýjan þriggja ára samning við félagið.

María er fædd árið 2003 og er uppalinn í Gróttu. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2019 og hefur verið lykilmaður síðan. Hún á að baki 86 leiki og skorað 27 mörk.

Jórunn er fædd árið 1996 og er einnig uppalinn í gróttu. Hún hefur leikið 42 leiki fyrir félagið frá árinu 2016.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner