Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 02. apríl 2020 07:18
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Birkir Bjarna fékk ekki að fara til Íslands: Erfitt að hugsa um fótbolta núna
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason, leikmaður Brescia, er staddur á Ítalíu en landið hefur farið gríðarlega illa út úr kórónaveirufaraldrinum.

„Ég geri fastlega ráð fyrir að það sé langt í að hlutirnir snúi aftur í eðlilegt horf hérna," segir Birkir í viðtali við Bjarna Helgason, blaðamann Morgunblaðsins.

„Eins og staðan er í dag hef ég ekki hugmynd um hvenær fótboltinn byrjar aftur að rúlla hérna. Í sannleika sagt finnst mér erfitt að hugsa um fótbolta núna ef við horfum til alls þess sem er að gerast í landinu. Það eru aðrir hlutir í gangi sem eru mun mikilvægari en fótboltinn og heilsa fólks verður alltaf að vera í fyrsta sæti."

Fékk ekki að fara til Íslands
Það er útgöngubann á Ítalíu og mælt með því að fólk fari í mesta lagi einu sinni í viku út til að kaupa nayðsynjavörur í matvöruverslunum og apótekum.

„Ég reyndi að komast heim til Íslands þegar faraldurinn var að byrja hérna á Ítalíu en það gekk ekki eftir. Ég fékk ekki leyfi frá klúbbnum til að ferðast og ég get alveg viðurkennt það að þetta er ekki beint óskastaða að vera svona nálægt þungamiðjunni þar sem þetta allt er að gerast einhvern veginn," segir Birkir við Morgunblaðið.

„Ég er í daglegu sambandi við fjölskyldu mína sem hefur vissulega áhyggjur af stöðunni. Sjálfur er ég rólegri yfir þessu, þannig séð, en þetta er ekki góð staða að vera í svo það sé alveg á hreinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner