Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 02. apríl 2021 08:00
Victor Pálsson
Pique vonast til að ná El Clasico
Gerard Pique vonast til að verða orðinn heill þegar Barcelona spilar við Real Madrid þann 10. apríl.

Pique hefur verið frá keppni í mánuð en hann lék þá með Barcelona í bikarsigri á Sevilla.

Þessi 34 ára gamli leikmaður spilar ekki gegn Real Valladolid á mánudag en vonast til að verða klár fyrir El Clasico.

„Ég mun reyna að ná leiknum við Real Madrid. Ég tek þetta einn dag í einu," sagði Pique.

„Ég mun reyna að mæta eins fljótt og mögulegt er en ekki sérstaklega fyrir leikinn gegn Real."
Athugasemdir
banner
banner