Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   fös 02. apríl 2021 15:50
Ívan Guðjón Baldursson
Selfoss fær ástralska landsliðskonu (Staðfest)
Mynd: Selfoss
Ástralska landsliðskonan Emma Checker er gengin í raðir Selfoss. Hún mun spila í hjarta varnarinnar, í stöðunni sem Anna Björk Kristjánsdóttir leysti áður en hún skipti yfir til Le Havre og fékk fyrirliðabandið þar.

Emma er 25 ára gamall miðvörður sem þótti gífurlegt efni á sínum tíma og lék sinn fyrsta A-landsleik aðeins 16 ára gömul.

Emma hefur leikið fyrir félög í efstu deildum í Ástralíu, Suður-Kóreu og Frakklandi og mun nú reyna fyrir sér á Íslandi.

Emma er í leikmannahópi Ástralíu sem mætir Þýskalandi í æfingaleikjum nú í apríl og flýgur svo til Íslands að því verkefni loknu.

„Við erum að fá frábæran leikmann í okkar raðir. Hún er í ástralska landsliðinu og er að berjast um að komast á Ólympíuleikana með sinni þjóð," segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss.

„Það er mjög ánægjulegt að hún vilji koma til okkar og styrkja okkar hóp. Þetta er reynslumikill leikmaður og það er mikil tilhlökkun hjá okkur að vinna með henni. Hún var mjög hrifin af því sem við höfum fram að færa fótboltalega séð og á eflaust eftir að geta miðlað af sinni reynslu til yngri leikmanna okkar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner