Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. apríl 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Guðlaugur Victor spilaði á miðjunni í markalausu jafntefli
Guðlaugur Victor Pálsson í leik með D.C. United
Guðlaugur Victor Pálsson í leik með D.C. United
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var mættur aftur í byrjunarlið D.C. United í markalausu jafntefli gegn Chicago Fire í MLS-deildinni í nótt.

Wayne Rooney, þjálfari United, hafði verið að nota Guðlaug í miðri vörn í byrjun tímabilsins, en setti hann síðan á bekkinn í síðustu tveimur leikjum.

Guðlaugur kom inná í síðustu umferð og spilaði þá á miðjunni en hann var einnig í því hlutverki er hann byrjaði þriðja leik sinn á tímabilinu.

Það gekk vel og var mikil ánægja með hann þar. Hann náði að loka vel á sóknarleik Chicago Fire.

Fjölnismaðurinn spilaði allan leikinn en United hefur þó ekki unnið síðan í fyrstu umferð. Liðið er með aðeins 5 stig eftir fyrstu sex leikina.

Dagur Dan Þórhallsson kom inná sem varamaður á 87. mínútu er Orlando City tapaði fyrir Nashville, 2-0. Orlando hefur náð í 8 stig í fyrstu sjö leikjunum.

Róbert Orri Þorkelsson kom inná sem varamaður á 55. mínútu í 5-0 tapi Montreal gegn Vancouver Whitecaps í alvöru Kanadaslag, en Montreal spilaði manni færri frá 23. mínútu.

Þorleifur Úlfarsson sat allan tímann á bekknum hjá Houston Dynamo sem tapaði fyrir San Jose Earthquakes, 2-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner