Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   þri 02. apríl 2024 18:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Boehly: Góðar og slæmar fréttir að stuðningsmönnunum er ekki sama
Mynd: Getty Images

Todd Boehly stjórnarformaður Chelsea biður stuðningsmenn liðsins um þolinmæði en liðinu hefur ekki gengið vel á þessari leiktíð.


Eigendur félagsins hafa eytt milljörðum punda í leikmannakaup undanfarin ár en liðið er í 11. sæti úrvalsdeildarinnar. Boehly ræddi við Forbes um gang mála.

„Við þurfum að leyfa þessu að þróast og gefa þeim tíma til að fara úr því að vera stórkostlegir leikmenn með frábæra hæfileika í að vera lið," sagði Boehly.

Boehly hefur verið harðlega gagnrýndur af stuðningsmönnum liðsins en hann svaraði þeim.

„Góðu fréttirnar eru þær að fólki er ekki sama. Slæmu fréttirnar eru þær að fólki er ekki sama," sagði Boehly.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner